Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. desember 2023 23:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta í banni gegn Aston Villa eftir fagnaðarlætin
Mynd: Getty Images

Mikel Arteta verður í banni gegn Aston Villa á laugardaginn eftir að hafa fengið sitt þriðja gula spjald í ótrúlegum sigri liðsins gegn Luton í kvöld.


Arsenal er með fimm stiga forystu á Liverpool á toppi deildarinnar eftir 4-3 sigur á Luton í kvöld þar sem Declan Rice skoraði sigurmarkið á loka sekúndum leiksins.

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rice skoraði og allir á bekknum hjá liðinu stukku á fætur og fögnuðu markinu. Arteta fékk gult spjald og er því kominn í bann fyrir of margar áminningar.

Hann verður því í banni þegar Arsenal heimsækir Aston Villa um næstu helgi. Aston Villa er í 4. sæti aðeins sjö stigum á eftir Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner
banner