Mikel Arteta verður í banni gegn Aston Villa á laugardaginn eftir að hafa fengið sitt þriðja gula spjald í ótrúlegum sigri liðsins gegn Luton í kvöld.
Arsenal er með fimm stiga forystu á Liverpool á toppi deildarinnar eftir 4-3 sigur á Luton í kvöld þar sem Declan Rice skoraði sigurmarkið á loka sekúndum leiksins.
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rice skoraði og allir á bekknum hjá liðinu stukku á fætur og fögnuðu markinu. Arteta fékk gult spjald og er því kominn í bann fyrir of margar áminningar.
Hann verður því í banni þegar Arsenal heimsækir Aston Villa um næstu helgi. Aston Villa er í 4. sæti aðeins sjö stigum á eftir Arsenal.
???? Mikel Arteta will not be on the touch line for Arsenal’s next game against Aston Villa as he will now serve a one match ban due to receiving 3 yellow cards.
— now.arsenal (@now_arsenaI) December 5, 2023
He was booked for his celebration after Declan Rice scored the winner. pic.twitter.com/7N0rzGuVum