Nemanja Matic, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að það hafi verið vandamál hjá United að leikmenn voru alltaf að mæta of seint á æfingar.
„Þegar ég var hjá Chelsea hegðuðu leikmenn sér faglega. Enginn mætti of seint á æfingar. Hjá Manchester United gerðist það hinsvegar næstum daglega,“ segir Matic sem spilar nú með Rennes.
„Þegar ég var hjá Chelsea hegðuðu leikmenn sér faglega. Enginn mætti of seint á æfingar. Hjá Manchester United gerðist það hinsvegar næstum daglega,“ segir Matic sem spilar nú með Rennes.
„Paul Pogba og Jadon Sancho voru næstum alltaf seinir, og svo voru fleiri. Við sem mættum alltaf á réttum tíma urðum mjög pirraðir og við stofnuðum sérstaka aganefnd þar sem ég var forseti."
„Ég setti blað á vegginn þar sem ég punktaði niður þegar menn mættu seint. Menn fengu sektir og á einu tímabili þá komu inn 75 þúsund pund í sektum. Við ætluðum að nota peninginn í að halda partí í London en gátum það ekki vegna Covid faraldursins."
Hegðun og hátterni leikmanna Manchester United er eitt helsta umfjöllunarefni ensku götublaðanna um þessar mundir.
Athugasemdir