Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   þri 05. desember 2023 15:00
Elvar Geir Magnússon
Wilder: Þegar þetta félag hringir þá get ég ekki sagt nei
Chris Wilder er tekinn við stjórn Sheffield United að nýju og hefur skrifað undir samning til sumarsins 2025. Sheffield United hefur verið félagið hans frá því í æsku, hann lék fyrir það og stýrði því svo milli 2016 og 2021.

„Þetta er einfaldlega tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Eins og þegar félagið hringdi 2016 þá gat ég ekki sagt nei. Þetta er Sheffield United, þetta er mitt félag og ég er í skýjunum með að vera mættur aftur," segir Wilder.

„Við erum í erfiðri stöðu, ég skil það en ég tel að ég geti breytt stöðunni. Fólk veit hvaða þýðingu þetta félag hefur fyrir mig og nú þarf ég að koma liðinu úr vandræðunum."

Wilder segir að það hafi verið sárt þegar hann var rekinn frá Sheffield United fyrir tveimur árum.

„Það er búið að laga samband mitt við Abdullah eiganda og stjórnina fyrir löngu. Þegar eitthvað var liðið frá brottrekstrinum þá hittumst við og ræddum málin, það var allt á vinsamlegum nótum. Nú þegar ég er mættur aftur sem stjóri þurfum við að vinna saman að því að laga stöðuna."

Fyrsti leikur Wilder í endurkomunni verður annað kvöld, gegn Liverpool.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner