Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fim 05. desember 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ljóst hverjum Ísland mætir í U17 og U19
U17 landsliðið er með marga spennandi leikmenn.
U17 landsliðið er með marga spennandi leikmenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er hvaða lið verða mótherjar U17 og U19 landsliða Íslands í karlaflokki á næsta stigi í undankeppni EM.

Í U17 landsliðum er Ísland í riðli með Grikklandi og Georgíu í fyrri umferð undankeppni EM 2026 sem leikin verður á næsta ári. Efstu tvö liðin í öllum riðlunum fara áfram í seinni umferðina sem fer fram vorið 2026. Lokakeppnin hjá U17 2026 fer fram í Eistlandi.

Þá hefur verið dregið í seinni umferð undankeppni EM 2025 hjá U17 karla. Ísland er þar í riðli með Belgíu, Póllandi og Írlandi. Þau lið sem enda í fyrsta sæti síns riðils fara áfram í lokakeppnina, en hún fer fram í Albaníu 19 maí .- 1. júní á næsta ári.

U19 liðið er í riðli með Rúmeníu, Finnlandi og Andorra í fyrri umferð undankeppni EM 2026. Riðillinn verður leikinn næsta haust. Efstu tvö liðin í öllum riðlunum ásamt liðinu með bestan árangur í þriðja sæti kemst áfram í seinni umferðina sem fer fram vorið 2026. Lokakeppnin hjá U19 2026 fer fram í Wales.

Þá hefur einnig verið dregið í seinni umferð undankeppni EM 2025 hjá U19 karla. Ísland er þar í riðli með Danmörku, Austurríki og Ungverjalandi. Þau lið sem enda í fyrsta sæti síns riðils fara áfram í lokakeppnina, en hún fer fram í Rúmeníu 13.-26. júní á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner