Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 06. janúar 2023 20:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skelfileg mistök De Gea þegar Everton jafnaði
Mynd: EPA
Það var vægast sagt vond byrjun fyrir Frank Lampard á Old Trafford en Manchester United komst yfir eftir aðeins fjórar mínútur.

Það hefur gengið afar illa hjá Lampard með Everton og er jafnvel búist við því að hann verði rekinn ef illa fer í kvöld.

Þetta byrjaði ekki vel þar sem Anthony Martial átti skot á fjórðu mínútu sem virtist þó vera á leið framhjá en Antony náði að stýra boltanum í netið og koma United í forystu.

Everton hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum í öllum keppnum.

Everton náði hins vegar að jafna eftir skelfileg mistök hjá David de Gea í marki United. Neal Maupay átti skot eða fyrirgjöf sem fór í gegnum klofið á De Gea og Conor Coady kom boltanum yfir línuna og jafnaði metin.

Markið hjá Antony má sjá með því að smella hér


Athugasemdir
banner
banner