Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   lau 06. febrúar 2021 18:39
Arnar Laufdal Arnarsson
Atli Sveinn: Erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Valur áttust við í úrslitlaleik Reykjavíkurmótsins á Wurth vellinum klukkan 15:00 í dag. Leikar enduðu 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk Orra Sveins Stefánssonar og Patrick Pedersen en Valur unnu 5-4 í vítaspyrnukeppni.

"Mér fannst leikurinn nokkuð jafn, auðvitað getur þetta farið í báðar áttir þegar þetta er komið í vítakeppni en mér fannst Valsliðið sterkari í seinni hálfleik og áttu fleiri opin færi en mér fannst við kannski öflugri í fyrri hálfleik" Sagði Atli Sveinn Þórarinsson annar af aðalþjálfurum Fylkis í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  6 Valur

Hvernig fannst Atla frammistaða Fylkis í Reykjavíkurmótinu?

"Hún var bara heilt yfir mjög fín, fullt af ágætum hlutum og við sáum líka hluti sem við þurfum að bæta meðal annars í dag og þetta eru bara rosalega góðir leikir að fá. Við sáum í dag að þeir komu upp og pressuðu okkur og okkur gekk kannski illa að halda boltanum og spila okkur út úr því og byggja upp sóknir í seinni hálfleik, það er fyrsti augljósi punkturinn svo eigum við eftir að skoða leikinn aftur en líka margir góðir hlutir, spiluðum fínan varnarleik lengst af og ungir strákar sem eru að fá að spila sem eru að koma mjög sterkt inn í þetta þannig fullt af jákvæðu líka"

Fylkismenn hafa misst sex leikmenn frá seinasta tímabili og fengið til sín tvo leikmenn, hver er staðan í leikmannamálum Fylkismanna?

"Við erum opnir fyrir því að fá leikmenn ekki spurning, eins og einhver sagði í einhverju viðtali þá er þetta ekki opnasti markaður í heimi og svo hefur oft verið til meiri peningur heldur en akkurat núna hjá öllum fótboltaliðum út af þessu áhorfendaleysi og öllu sem því tilheyrir en við erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum og það eru nokkrir hlutir í skoðun hjá okkur"
Athugasemdir
banner
banner