Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 06. febrúar 2021 18:39
Arnar Laufdal Arnarsson
Atli Sveinn: Erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Valur áttust við í úrslitlaleik Reykjavíkurmótsins á Wurth vellinum klukkan 15:00 í dag. Leikar enduðu 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk Orra Sveins Stefánssonar og Patrick Pedersen en Valur unnu 5-4 í vítaspyrnukeppni.

"Mér fannst leikurinn nokkuð jafn, auðvitað getur þetta farið í báðar áttir þegar þetta er komið í vítakeppni en mér fannst Valsliðið sterkari í seinni hálfleik og áttu fleiri opin færi en mér fannst við kannski öflugri í fyrri hálfleik" Sagði Atli Sveinn Þórarinsson annar af aðalþjálfurum Fylkis í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  6 Valur

Hvernig fannst Atla frammistaða Fylkis í Reykjavíkurmótinu?

"Hún var bara heilt yfir mjög fín, fullt af ágætum hlutum og við sáum líka hluti sem við þurfum að bæta meðal annars í dag og þetta eru bara rosalega góðir leikir að fá. Við sáum í dag að þeir komu upp og pressuðu okkur og okkur gekk kannski illa að halda boltanum og spila okkur út úr því og byggja upp sóknir í seinni hálfleik, það er fyrsti augljósi punkturinn svo eigum við eftir að skoða leikinn aftur en líka margir góðir hlutir, spiluðum fínan varnarleik lengst af og ungir strákar sem eru að fá að spila sem eru að koma mjög sterkt inn í þetta þannig fullt af jákvæðu líka"

Fylkismenn hafa misst sex leikmenn frá seinasta tímabili og fengið til sín tvo leikmenn, hver er staðan í leikmannamálum Fylkismanna?

"Við erum opnir fyrir því að fá leikmenn ekki spurning, eins og einhver sagði í einhverju viðtali þá er þetta ekki opnasti markaður í heimi og svo hefur oft verið til meiri peningur heldur en akkurat núna hjá öllum fótboltaliðum út af þessu áhorfendaleysi og öllu sem því tilheyrir en við erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum og það eru nokkrir hlutir í skoðun hjá okkur"
Athugasemdir
banner