Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   lau 06. febrúar 2021 18:39
Arnar Laufdal Arnarsson
Atli Sveinn: Erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Valur áttust við í úrslitlaleik Reykjavíkurmótsins á Wurth vellinum klukkan 15:00 í dag. Leikar enduðu 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk Orra Sveins Stefánssonar og Patrick Pedersen en Valur unnu 5-4 í vítaspyrnukeppni.

"Mér fannst leikurinn nokkuð jafn, auðvitað getur þetta farið í báðar áttir þegar þetta er komið í vítakeppni en mér fannst Valsliðið sterkari í seinni hálfleik og áttu fleiri opin færi en mér fannst við kannski öflugri í fyrri hálfleik" Sagði Atli Sveinn Þórarinsson annar af aðalþjálfurum Fylkis í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  6 Valur

Hvernig fannst Atla frammistaða Fylkis í Reykjavíkurmótinu?

"Hún var bara heilt yfir mjög fín, fullt af ágætum hlutum og við sáum líka hluti sem við þurfum að bæta meðal annars í dag og þetta eru bara rosalega góðir leikir að fá. Við sáum í dag að þeir komu upp og pressuðu okkur og okkur gekk kannski illa að halda boltanum og spila okkur út úr því og byggja upp sóknir í seinni hálfleik, það er fyrsti augljósi punkturinn svo eigum við eftir að skoða leikinn aftur en líka margir góðir hlutir, spiluðum fínan varnarleik lengst af og ungir strákar sem eru að fá að spila sem eru að koma mjög sterkt inn í þetta þannig fullt af jákvæðu líka"

Fylkismenn hafa misst sex leikmenn frá seinasta tímabili og fengið til sín tvo leikmenn, hver er staðan í leikmannamálum Fylkismanna?

"Við erum opnir fyrir því að fá leikmenn ekki spurning, eins og einhver sagði í einhverju viðtali þá er þetta ekki opnasti markaður í heimi og svo hefur oft verið til meiri peningur heldur en akkurat núna hjá öllum fótboltaliðum út af þessu áhorfendaleysi og öllu sem því tilheyrir en við erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum og það eru nokkrir hlutir í skoðun hjá okkur"
Athugasemdir
banner
banner