Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 06. febrúar 2021 18:39
Arnar Laufdal Arnarsson
Atli Sveinn: Erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Valur áttust við í úrslitlaleik Reykjavíkurmótsins á Wurth vellinum klukkan 15:00 í dag. Leikar enduðu 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk Orra Sveins Stefánssonar og Patrick Pedersen en Valur unnu 5-4 í vítaspyrnukeppni.

"Mér fannst leikurinn nokkuð jafn, auðvitað getur þetta farið í báðar áttir þegar þetta er komið í vítakeppni en mér fannst Valsliðið sterkari í seinni hálfleik og áttu fleiri opin færi en mér fannst við kannski öflugri í fyrri hálfleik" Sagði Atli Sveinn Þórarinsson annar af aðalþjálfurum Fylkis í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  6 Valur

Hvernig fannst Atla frammistaða Fylkis í Reykjavíkurmótinu?

"Hún var bara heilt yfir mjög fín, fullt af ágætum hlutum og við sáum líka hluti sem við þurfum að bæta meðal annars í dag og þetta eru bara rosalega góðir leikir að fá. Við sáum í dag að þeir komu upp og pressuðu okkur og okkur gekk kannski illa að halda boltanum og spila okkur út úr því og byggja upp sóknir í seinni hálfleik, það er fyrsti augljósi punkturinn svo eigum við eftir að skoða leikinn aftur en líka margir góðir hlutir, spiluðum fínan varnarleik lengst af og ungir strákar sem eru að fá að spila sem eru að koma mjög sterkt inn í þetta þannig fullt af jákvæðu líka"

Fylkismenn hafa misst sex leikmenn frá seinasta tímabili og fengið til sín tvo leikmenn, hver er staðan í leikmannamálum Fylkismanna?

"Við erum opnir fyrir því að fá leikmenn ekki spurning, eins og einhver sagði í einhverju viðtali þá er þetta ekki opnasti markaður í heimi og svo hefur oft verið til meiri peningur heldur en akkurat núna hjá öllum fótboltaliðum út af þessu áhorfendaleysi og öllu sem því tilheyrir en við erum alltaf opnir fyrir góðum leikmönnum og það eru nokkrir hlutir í skoðun hjá okkur"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner