Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 06. febrúar 2023 09:33
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Haaland gæti hafa valið rangt félag
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum fyrirliði Liverpool, segir að Manchester City hafi orðið „minna lið“ eftir komu Erling Haaland síðasta sumar. Norðmaðurinn hefur engu að síður skorað 31 mark í 28 leikjum í öllum keppnum.

City hefur verið óstöðugt að undanförnu og tapaði gegn Tottenham í gær. Haaland sást lítið í leiknum.

Þrátt fyrir að Haaland hafi skorað 25 úrvalsdeildarmörk hefur City skorað sama fjölda marka og liðið hafði gert á þessu stigi á síðasta tímabili. Þá hefur liðið fengið fleiri mörk á sig.

Markatala City er 53-21 en á sama tímapunkti í fyrra var hún 53-13.

„Mörkin sem hann skoraði í byrjun tímabilsins, plássið sem myndast fyrir aftan og hann tekur hlaupin. Manchester City spilar ekki oft svona. Hann kemur frá Þýskalandi, frá Borussia Dortmund, það er skyndisóknardeild. Hann gæti hafa valið rangt félag til að fá það besta út úr sér," segir Carragher.

„Við erum ekki að sjá bestu hliðar Haaland núna og ekki heldur bestu hliðar Manchester City. Það er ekki Haaland að kenna en liðið er öðruvísi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner