Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mán 06. febrúar 2023 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur fær unglingalandsliðsmann frá Fiorentina (Staðfest)
Baltasar Þráinn kominn með leikheimild með Víkingi.
Baltasar Þráinn kominn með leikheimild með Víkingi.
Mynd: Fiorentina
Unglingalandsliðsmaðurinn Baltasar Þráinn Dellernia hefur fengið félagaskipti frá Ítalíu til bikarmeistara Víkings. Ekki hefur verið skráður samningur við leikmanninn en hann er kominn með leikheimild.

Hann er sautján ára miðjumaður sem hefur verið hjá Fiorentina undanfarin ár. Hann getur einnig sinnt hlutverki varnarmanns.

Faðir hans er ítalskur en móðir hans er íslensk. Hann hefr verið valin í íslensku yngri landsliðin en á enn eftir að koma við sögu í landsleik.

Í viðtali fyrir tveimur árum síðan sagði Marco, faðir Baltasars, að fjölskyldan færi nokkrum sinnum ári til Íslands og að alþjóðlegu reglurnar leyfðu Baltasar að spila með báðum unglingalandsliðum, bæði því íslenska og því ítalska. Íslenska sambandið komst að því og boðuðu Baltasar á landsliðsæfingar.

Baltasar er þessa dagana við æfingar hjá U18 landsliðinu en hann hefur verið viðloðinn yngri landsliðin frá því hann var valinn í úrtaksæfingar hjá U15 í lok árs 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner