Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. mars 2021 16:15
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: KR setti þrjú á Kórdrengi - Leiknir vann Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Haukur Gunnarsson
Tveimur leikjum í A-deild karla í Lengjubikarnum var að ljúka.

Í riðli númer tvö áttust við KR og Kórdrengir en spilað var KR velli. KR-ingar komust yfir á níundu mínútu leiksins en markið skoraði Grétar Snær Gunnarsson.

Ekki var meira skorað í fyrri hálfleiknum og var staðan óbreytt þangað til á 75. mínútu leiksins. Ægir Jarl Jónasson gerði annað mark heimamanna og átta mínútum síðar kom þriðja markið. Það gerði Oddur Ingi Bjarnason.

Kórdrengir náðu að klóra í bakkann í uppbótartíma. Markið gerði Þórir Rafn Þórisson. KR er með tíu stig eftir fjóra leiki en Kórdrengir eru með þrjú stig.

Í riðli númer fjögur var Pepsi Max deildarslagur en þar mætust Fylkir og Leiknir R. Fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon gerði eina mark leiksins í öflugum sigri Leiknis. Dagur Austmann Hilmarsson fékk rautt spjald fyrir Leikni þegar korter var eftir en gestirnir náðu að þrauka.

Leiknir er með 6 stig eftir fjóra leiki en Fylkir er með níu.

KR 3-1 Kórdrengir
1-0 Grétar Snær Gunnarsson ('9)
2-0 Ægir Jarl Jónasson ('75)
3-0 Oddur Ingi Bjarnason ('87)
3-1 Þórir Rafn Þórisson ('90+2)

Fylkir 0-1 Leiknir R
0-1 Sævar Atli Magnússon ('71)
Rautt spjald: Dagur Austmann Hilmarsson ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner