Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 06. mars 2021 12:54
Aksentije Milisic
Rússland: Hörður og Arnór spiluðu í mikilvægum sigri
Mynd: Getty Images
CSKA 2-0 Akhmat
1-0 Jose Salomon Rondon ('38)
2-0 Nikola Vlasic ('52)

CSKA Moskva og Akhmat mættust í dag í rússnesku úrvalsdeildinni en leikið var í Moskvu.

CSKA er í bullandi toppbaráttu á meðan gestirnir frá Akhmat eru neðarlega á töflunni.

Sóknarmaðurinn stóri og stæðilega Jose Salomon Rondon var allt í öllu hjá Moskvu liðinu í dag. Hann kom heimamönnum yfir á 38. mínútu leiksins með marki af vítapunktinum.

Staðan var 1-0 þegar flautað var til leikhlés en strax á 52. mínútu komst CSKA í tveggja marka forystu. Nikola Vlasic skoraði þá eftir undirbúning frá Rondon.

Þetta reyndist síðasta mark leiksins og því gífurlega mikilvægur sigur staðreynd hjá CSKA sem er nú einungis tveimur stigum frá Zenit sem situr á toppi deildarinnar. Zenit á þó einn leik til góða.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA í dag eins og svo oft áður. Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 71. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner