Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölnis var sáttur með leik sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 1 Fjölnir
„Ég tel að við höfum verið öflugri aðilinn, sérstaklega í seinni hálfleik. Tókum yfir leikinn og hefðum átt að skora fleiri mörk.'' sagði Óli Palli um úrslit leiksins.
„Hentaði okkur betur að spila á móti vindinum. Gátum haldið boltanum niðri og látið hann ganga á betur á milli manna. Þannig vægast sagt hjálpaði það okkur ekki að vera með vindinn í bakinu.'' sagði Óli Palli aðspurður um vindinn sem hafði mikil áhrif á leikinn.
„Það getur vel verið, við skoðum það núna bara á næstunni. Sérstaklega ef við lendum í einhverjum meiðslum, eins og með Ægi. Ég loka engum dyrum með það.'' sagði Óli Palli að lokum um mögulegar styrkingar á leikmannahópnum.
Athugasemdir