Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 06. maí 2021 22:14
Baldvin Már Borgarsson
Gunni Einars: Mér er skítsama um þessa spá
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík var ekki alveg nógu sáttur með sína menn eftir 4-2 tap gegn Fram í Safamýrinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Víkingur Ó.

„Þetta var náttúrulega bara hrikalega erfiður leikur, við mættum öflugu Framliði sem var bara betri aðilinn í dag og þeir settu tóninn strax í byrjun. Við vorum bara vankaðir.''

„Þetta var ekki að falla með okkur þetta litla sem við fengum, ég átti von á þeim öflugum, trúðu mér en en ekki kannski svona.''

Hvað klikkaði á fyrstu 5 mínútunum?

„Ég sagði við þig áðan að við vorum vankaðir, hvar liggur ábyrgðin? Við erum náttúrulega bara nýtt lið, nýkomnir saman. Ég ætla ekki að afsaka mig og skýla mér á bakvið það, en nálgunin í dag var ekki nógu góð, við lærum af þessu, það er leikur eftir viku og þá snúum við þessu við.''


Víkingum var alls ekki spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hvað hefur Gunni um það að segja?

„Við ætlum að skapa stöðugleika og skapa eftirtekt í því að menn hafi áhuga á því að koma til Ólafsvíkur og bæta sinn leik, leikmenn sem eru ekki að fá annarsstaðar tækifæri í Pepsi deildar liðunum. Liðið var undir væntinum í fyrra miðað við leikmannahóp, mér er alveg slétt skítsama um þessa spá, við ætlum bara að gera betur''

Nánar er rætt við Gunna um leikinn, félagaskiptagluggann og markmiðin fyrir sumarið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner