Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 06. maí 2021 22:14
Baldvin Már Borgarsson
Gunni Einars: Mér er skítsama um þessa spá
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík var ekki alveg nógu sáttur með sína menn eftir 4-2 tap gegn Fram í Safamýrinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Víkingur Ó.

„Þetta var náttúrulega bara hrikalega erfiður leikur, við mættum öflugu Framliði sem var bara betri aðilinn í dag og þeir settu tóninn strax í byrjun. Við vorum bara vankaðir.''

„Þetta var ekki að falla með okkur þetta litla sem við fengum, ég átti von á þeim öflugum, trúðu mér en en ekki kannski svona.''

Hvað klikkaði á fyrstu 5 mínútunum?

„Ég sagði við þig áðan að við vorum vankaðir, hvar liggur ábyrgðin? Við erum náttúrulega bara nýtt lið, nýkomnir saman. Ég ætla ekki að afsaka mig og skýla mér á bakvið það, en nálgunin í dag var ekki nógu góð, við lærum af þessu, það er leikur eftir viku og þá snúum við þessu við.''


Víkingum var alls ekki spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hvað hefur Gunni um það að segja?

„Við ætlum að skapa stöðugleika og skapa eftirtekt í því að menn hafi áhuga á því að koma til Ólafsvíkur og bæta sinn leik, leikmenn sem eru ekki að fá annarsstaðar tækifæri í Pepsi deildar liðunum. Liðið var undir væntinum í fyrra miðað við leikmannahóp, mér er alveg slétt skítsama um þessa spá, við ætlum bara að gera betur''

Nánar er rætt við Gunna um leikinn, félagaskiptagluggann og markmiðin fyrir sumarið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner