Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   fim 06. maí 2021 22:14
Baldvin Már Borgarsson
Gunni Einars: Mér er skítsama um þessa spá
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík var ekki alveg nógu sáttur með sína menn eftir 4-2 tap gegn Fram í Safamýrinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Víkingur Ó.

„Þetta var náttúrulega bara hrikalega erfiður leikur, við mættum öflugu Framliði sem var bara betri aðilinn í dag og þeir settu tóninn strax í byrjun. Við vorum bara vankaðir.''

„Þetta var ekki að falla með okkur þetta litla sem við fengum, ég átti von á þeim öflugum, trúðu mér en en ekki kannski svona.''

Hvað klikkaði á fyrstu 5 mínútunum?

„Ég sagði við þig áðan að við vorum vankaðir, hvar liggur ábyrgðin? Við erum náttúrulega bara nýtt lið, nýkomnir saman. Ég ætla ekki að afsaka mig og skýla mér á bakvið það, en nálgunin í dag var ekki nógu góð, við lærum af þessu, það er leikur eftir viku og þá snúum við þessu við.''


Víkingum var alls ekki spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hvað hefur Gunni um það að segja?

„Við ætlum að skapa stöðugleika og skapa eftirtekt í því að menn hafi áhuga á því að koma til Ólafsvíkur og bæta sinn leik, leikmenn sem eru ekki að fá annarsstaðar tækifæri í Pepsi deildar liðunum. Liðið var undir væntinum í fyrra miðað við leikmannahóp, mér er alveg slétt skítsama um þessa spá, við ætlum bara að gera betur''

Nánar er rætt við Gunna um leikinn, félagaskiptagluggann og markmiðin fyrir sumarið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner