Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   fim 06. maí 2021 22:14
Baldvin Már Borgarsson
Gunni Einars: Mér er skítsama um þessa spá
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík var ekki alveg nógu sáttur með sína menn eftir 4-2 tap gegn Fram í Safamýrinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Víkingur Ó.

„Þetta var náttúrulega bara hrikalega erfiður leikur, við mættum öflugu Framliði sem var bara betri aðilinn í dag og þeir settu tóninn strax í byrjun. Við vorum bara vankaðir.''

„Þetta var ekki að falla með okkur þetta litla sem við fengum, ég átti von á þeim öflugum, trúðu mér en en ekki kannski svona.''

Hvað klikkaði á fyrstu 5 mínútunum?

„Ég sagði við þig áðan að við vorum vankaðir, hvar liggur ábyrgðin? Við erum náttúrulega bara nýtt lið, nýkomnir saman. Ég ætla ekki að afsaka mig og skýla mér á bakvið það, en nálgunin í dag var ekki nógu góð, við lærum af þessu, það er leikur eftir viku og þá snúum við þessu við.''


Víkingum var alls ekki spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hvað hefur Gunni um það að segja?

„Við ætlum að skapa stöðugleika og skapa eftirtekt í því að menn hafi áhuga á því að koma til Ólafsvíkur og bæta sinn leik, leikmenn sem eru ekki að fá annarsstaðar tækifæri í Pepsi deildar liðunum. Liðið var undir væntinum í fyrra miðað við leikmannahóp, mér er alveg slétt skítsama um þessa spá, við ætlum bara að gera betur''

Nánar er rætt við Gunna um leikinn, félagaskiptagluggann og markmiðin fyrir sumarið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner