Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 06. maí 2021 22:14
Baldvin Már Borgarsson
Gunni Einars: Mér er skítsama um þessa spá
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkinga frá Ólafsvík var ekki alveg nógu sáttur með sína menn eftir 4-2 tap gegn Fram í Safamýrinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  2 Víkingur Ó.

„Þetta var náttúrulega bara hrikalega erfiður leikur, við mættum öflugu Framliði sem var bara betri aðilinn í dag og þeir settu tóninn strax í byrjun. Við vorum bara vankaðir.''

„Þetta var ekki að falla með okkur þetta litla sem við fengum, ég átti von á þeim öflugum, trúðu mér en en ekki kannski svona.''

Hvað klikkaði á fyrstu 5 mínútunum?

„Ég sagði við þig áðan að við vorum vankaðir, hvar liggur ábyrgðin? Við erum náttúrulega bara nýtt lið, nýkomnir saman. Ég ætla ekki að afsaka mig og skýla mér á bakvið það, en nálgunin í dag var ekki nógu góð, við lærum af þessu, það er leikur eftir viku og þá snúum við þessu við.''


Víkingum var alls ekki spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hvað hefur Gunni um það að segja?

„Við ætlum að skapa stöðugleika og skapa eftirtekt í því að menn hafi áhuga á því að koma til Ólafsvíkur og bæta sinn leik, leikmenn sem eru ekki að fá annarsstaðar tækifæri í Pepsi deildar liðunum. Liðið var undir væntinum í fyrra miðað við leikmannahóp, mér er alveg slétt skítsama um þessa spá, við ætlum bara að gera betur''

Nánar er rætt við Gunna um leikinn, félagaskiptagluggann og markmiðin fyrir sumarið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir