Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   þri 06. júní 2023 11:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U21 hópurinn - Andri Lucas, Óskar og Örvar valdir
watermark Andri Lucas skoraði með A-landsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta leik liðsins.
Andri Lucas skoraði með A-landsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta leik liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Örvar Logi.
Örvar Logi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, hefur valið 20 manna hóp fyrir tvo vináttuleiki sem fram fara seinna í mánuðinum.

Andri Lucas Guðjohnsen, sem hefur verið í A-landsliðinu undanfarin ár, er í hópnum og gæti spilað sinn fyrsta U21 landsleik. Þá er Óskar Borgþórsson, sem hefur byrjað mótið vel með Fylki í Bestu deildinni, í hópnum. Örvar Logi Örvarsson í Stjörnunni gæti þá spilað sinn fyrsta yngri landsleik á ferlinum.

U21 mætir Austurríki í vináttuleik þann 16. júní ytra. Leikið verður á Stadion Wiener Neustadt. Frá Austurríki mun liðið færa sig yfir til Ungverjalands þar sem það mætir heimamönnum þann 19. júní.

Hópurinn:
Markverðir:
Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir
Adam Ingi Benediktssonv - Gautaborg

Varnarmenn:
Róbert Orri Þorkelsson - Montreal
Jakob Franz Pálsson - KR
Andi Hoti - Leiknir R
Ólafur Guðmundsson - FH
Oliver Stefánsson - Breiðablik
Örvar Logi Örvarsson - Stjarnan
Arnór Gauti Jónsson - Fylkir
Valgeir Valgeirsson - Örebro

Miðjumenn og kantmenn:
Óskar Borgþórsson - Fylkir
Andri Fannar Baldursson - NEC
Kristófer Jónsson - Venezia
Orri Hrafn Kjartansson - Valur
Danijel Dejan Djuric - Víkingur
Ísak Andri Sigurgeirsson - Stjarnan
Ari Sigurpálsson - Víkingur

Framherjar:
Kristall Máni Ingason - Rosenborg
Úlfur Ágúst Björnsson - FH
Andri Lucas Guðjohnsen - Norköpping
Athugasemdir
banner
banner