Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   þri 06. júní 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea blandar sér í baráttuna um Gabri Veiga og mun líklega selja Kai Havertz
Gabri Veiga, miðjumaður Celta Vigo.
Gabri Veiga, miðjumaður Celta Vigo.
Mynd: Getty Images
Guardian greinir frá því að Chelsea hafi blandað sér í baráttuna um Gabri Veiga, miðjumann Celta Vigo, og sé líklegt að selja Kai Havertz en þýski framherjinn ku vilja yfirgefa félagið.

Mauricio Pochettino stjóri Chelsea er að slípa leikmannahópinn og vildi fá Manuel Ugarte frá Sporting Lissabon. Ugarte er hinsvegar að fara til Paris Saint-Germain og Pochettino hefur þá beint sjónum sínum að Veiga.

Veiga er 21 árs Spánverji sem hefur einnig verið orðaður við Barcelona og Liverpool. Chelsea vill einnig fá Moisés Caicedo frá Brighton.

Chelsea þarf líka að selja eftir að hafa eytt tæplega 600 milljónum punda í nýja leikmenn á síðustu tólf mánuðum. Mateo Kovacic gæti farið til Manchester City, Manchester United vill fá Mason Mount og AC Milan hefur áhuga á Ruben Loftus-Cheek.

Real Madrid vill fá Havertz en Bayern München hefur líka sýnt áhuga. Sagt er að þessi 23 ára leikmaður hafi sagt Chelsea að hann vilji breyta til á sínum ferli. Chelsea mun fara fram á um 75 milljónir punda fyrir Havertz.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner