Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   þri 06. júní 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Framtíð Kante í óvissu - Mörg félög áhugasöm
Mynd: FIFA

Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante rennur út á samningi í lok mánaðar og er framtíð hans óljós.


Samningsviðræður hans við Chelsea virðast hafa staðnað þar sem aðilar eru enn nokkuð frá því að ná samkomulagi.

Kante var nálægt því að ná samkomulagi við Chelsea í vor en aðstæður innan herbúða félagsins hafa breyst og gæti svo farið að leiðir muni skilja í sumar.

Það eru ýmis félög sem hafa áhuga á að krækja í Kante, sem er 32 ára gamall og með 53 landsleiki að baki fyrir Frakkland. Miðjumaðurinn óþreytandi getur valið á milli þess að halda áfram í enska boltanum, skipta yfir í aðra topp fimm deild í Evrópu eða flytja í aðra heimsálfu. Al-Ittihad og Al-Nassr frá Sádí-Arabíu eru sérstaklega áhugasöm.

Kante hefur unnið til nánast allra mögulegra verðlauna á sínum ferli. Hann vann ensku úrvalsdeildina tvö ár í röð með Leicester og svo Chelsea áður en hann vann enska bikarinn, Evrópudeildina, Meistaradeildina, evrópska Ofurbikarinn, enska deildabikarinn og HM félagsliða - allt með Chelsea.

Þar að auki á Kante heimsmeistaratitil með Frakklandi en tókst einungis að krækja í silfurverðlaunin á Evrópumótinu 2016, þegar Frakkland tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleiknum.

Kante hefur spilað 269 leiki fyrir Chelsea og hafa félög á borð við PSG, Atletico Madrid, Arsenal, Juventus og Inter öll verið orðuð við hann að undanförnu.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner