Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. júlí 2022 15:55
Brynjar Ingi Erluson
Ánægður með heimsóknina frá Alfreð - „Geta lært mikið af honum"
Alfreð Finnbogason á æfingu með Lyngby
Alfreð Finnbogason á æfingu með Lyngby
Mynd: Heimasíða Lyngby
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby
Mynd: Lyngby
Alfreð Finnbogason æfir þessa dagana með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby en hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Augsburg. Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, segir að yngri leikmenn liðsins geti lært mikið af íslenska framherjanum.

Samningur Alfreðs við Augsburg rann sitt skeið á dögunum og ákvað hann því að fara til Danmerku og æfa hjá Lyngby.

Sjá einnig:
Alfreð æfir með Lyngby - Gæti spilað á föstudag

Alfreð og Freyr þekkjast vel en þeir störfuðu saman hjá íslenska landsliðinu.

Framherjinn æfir nú með Lyngby til að halda sér í formi en hann er afar ánægður með aðstæðurnar sem danska félagið hefur upp á að bjóða. Hann gæti svo spilað æfingaleik gegn HB Köge á föstudag.

„Alfreð er leikmaður sem er með meira en hundrað leiki í efstu deild í Þýskalandi og ég þekki hann mjög vel frá því við unnum saman með íslenska landsliðinu. Hann er án félags og þarf því að halda sér í formi og því fannst honum kjörið að koma til Lyngby þar sem hann telur gæðin og umgjörðina góða. Við erum bara mjög ánægðir að hafa hann í heimsókn," sagði Freyr Alexandersson á heimasíðu Lyngby.

„Þetta gefur öðrum leikmönnum liðsins líka mikið, sérstaklega yngri leikmönnunum, að hafa svona stóran leikmann á æfingum og þó hann hafi verið að glíma við meiðsli á síðustu árum þá er hann augljóslega leikmaður í hæsta gæðaflokki sem er með mikla reynslu og því geta ungu leikmennirnir okkar lært margt af honum," sagði hann ennfremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner