Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. júlí 2022 09:15
Brynjar Ingi Erluson
Ekroth: Kristall vissi ekki alveg hvað hann var að gera
Oliver Ekroth
Oliver Ekroth
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth, varnarmaður Víkings, var nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins í 3-2 tapinu gegn Malmö í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær, en hann segir að liðið eigi góðan möguleika á að ná í góð úrslit í seinni leiknum.

Ekroth kom til Víkings á frjálsri sölu frá Degerfors fyrir tímabilið og hefur verið mikilvægur hlekkur í vörn Íslands- og bikarmeistarana.

Hann lék allan leikinn í vörninni í gær og var ánægður með spilamennsku liðsins framan af.

„Mér fannst við mjög góðir frá byrjun og þorðum að halda boltanum, en svo fá þeir heppnismark og eftir það var þetta svolítið erfitt. Við náðum að jafna og svo gerðist það sem gerðist. Við verðum að sjá hvað hann fær háa sekt fyrir þetta rauða spjald."

„Við reyndum svo bara halda þessu eins skipulögðu og möguleiki var á eftir það en Malmö er erfitt lið að mæta, þannig við erum nokkuð sáttir með 3-2,"
sagði Ekroth við Fotbollskanalen.

Kristall Máni Ingason fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt er hann fagnaði jöfnunarmarki sínu með því að 'sussa' á stuðningsmenn Malmö, en hann segir að hann hafi ekki vitað að þetta mætti ekki.

„Ég skil að það er mikið af tilfinningum í gangi og hann vissi ekki alveg hvað hann var að gera. Ég vissi að þetta yrði erfitt eftir það og það var það. Við töluðum um að fá góð úrslit héðan og það tókst, þó við séum ekki sáttir með að hleypa þremur mörkum á okkur."

Ekroth var ánægður með hvernig Víkingur tókst á við að spila manni færri gegn einu besta liði Svíþjóðar og telur að liðið geti náð í hagstæð úrslit á Víkingsvellinum.

„Okkur tókst að koma boltanum í netið á einhvern ótrúlegan hátt í lokin. Þetta var kannski ekki verðskuldað en þetta gæti reynst mikilvægt fyrir seinni leikinn. Þetta er eins og það er, nú er það síðari hálfleikurinn. Við eigum mikilvægan leik eftir á Íslandi og vonandi getum við náð betri úrslitum þar."

„Ég get voðalega lítið sagt um hvaða möguleika við eigum. Núna er það bara að hlaða batteríin og gera það besta úr stöðunni og svo sjáum við hvað gerist,"
sagði Ekroth.
Athugasemdir
banner
banner
banner