Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. júlí 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds búið að bjóða meira en 30 milljónir í De Ketelaere
Charles De Ketelaere þykir gríðarlega efnilegur og gæti verið á leið til Leeds, sem er búið að eyða 70 milljónum punda í leikmenn í sumar.
Charles De Ketelaere þykir gríðarlega efnilegur og gæti verið á leið til Leeds, sem er búið að eyða 70 milljónum punda í leikmenn í sumar.
Mynd: EPA

Leeds United og AC Milan eru að berjast um belgíska miðjumanninn Charles De Ketelaere sem átti stórkostlegt tímabil með Club Brugge á síðustu leiktíð.


De Ketelaere er 21 árs gamall og á þegar 8 leiki að baki fyrir sterkt A-landslið Belgíu þrátt fyrir að vera í samkeppni við einhverja af bestu miðjumönnum heims um byrjunarliðssæti.

Þessi efnilegi miðjumaður kom upp í gegnum yngri landslið Belgíu og vill Club Brugge fá 45 milljónir evra fyrir hann.

Leeds er búið að bjóða rúmlega 30 milljónir evra á meðan Milan er aðeins búið að bjóða 20 milljónir. Stjórnendur Ítalíumeistaranna eru komnir í viðræður bæði við Club Brugge og leikmanninn sjálfan.

Ketelaere er fjölhæfur sóknartengiliður sem getur leikið á hægri kanti og sem fremsti maður en spilar vanalega í holunni fyrir aftan fremsta mann. Hann er hávaxinn og með frábæra sendingagetu.


Athugasemdir
banner
banner
banner