Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. ágúst 2022 23:00
Hafliði Breiðfjörð
Lét bróður sinn leika sig í brúðkaupinu því Malmö vildi hann strax
Mohamed Buya Turay í leik með Dalkurd árið 2018.
Mohamed Buya Turay í leik með Dalkurd árið 2018.
Mynd: Getty Images

„Við giftum okkur 21. júlí í Sierra Leone en ég var ekki þar því Malmö bað mig að flýta för minni hingað," sagði Mohamed Buya Turay sem gekk til liðs við sænska liðið Malmö í síðasta mánuði.


Þessi 27 ára gamli landsliðsmaður Sierra Leone hafði spilað í Kína á síðasta ári en samdi við Malmö í sumar. Hann var ekki kominn til Malmö þegar liðið mætti Víkingi í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í júlí en 22. júlí var hann svo kynntur sem leikmaður félagsins. Daginn áður fór brúðkaupið hans fram og hann var ekki viðstaddur.

Brúðhjónin lukkulegu voru reyndar séð því þegar að brúðkaupinu kom höfðu þau þegar farið til ljósmyndara og látið taka brúðarmyndirnar.

„Við tókum myndirnar fyrirfram svo það lítur út eins og ég hafi verið þarna en ég var það ekki. Bróðir minn þurfti að koma í minn stað í brúðkaupinu sjálfu," sagði hann.

Turay sagði svo að hann hafi ekki enn hitt eiginkonu sína eftir brúðkaupið. „Ég mun reyna að koma henni til Svíþjóðar og Malmö núna svo hún geti verið með mér. Hún mun búa hérna með mér."

Milos Milojevic fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks var þjálfari liðsins þegar leikmaðurinn kom en hann var látinn taka poka sinn 29. júlí.


Athugasemdir
banner
banner
banner