Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   þri 06. ágúst 2024 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Bremer framlengir við Juve (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski miðvörðurinn Gleison Bremer er búinn að gera nýjan samning við ítalska stórveldið Juventus sem bindur hann við félagið næstu fimm árin, eða til sumarsins 2029.

Juventus staðfesti þetta með tilkynningu í dag en stórliðin Manchester United og Liverpool voru bæði orðuð við varnarmanninn í sumar.

Bremer er 27 ára gamall og á fimm A-landsleiki fyrir Brasilíu. Hann gerði garðinn frægan með Torino, nágrannaliði Juve, áður en hann var keyptur yfir.

Juve endaði í þriðja sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð og stefnir á að berjast um titilinn næsta vor, undir stjórn Thiago Motta.

„Ég hafnaði öllum öðrum félögum því mér líður vel hjá Juventus og ég hef mikla trú á verkefninu sem er farið af stað undir stjórn Thiago Motta," segir Bremer meðal annars.


Athugasemdir
banner
banner