Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   þri 06. ágúst 2024 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Haukur hættur með Fjölni
Magnús Haukur Harðarson.
Magnús Haukur Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Haukur Harðarson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Fjölnis samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net. Hann og félagið voru með ólíkar skoðanir um nútíð og framtíð liðsins.

Magnús Haukur var á sínu öðru tímabili sem þjálfari liðsins en hann tók við því eftir sumarið 2022.

Fjölnir er í sjötta sæti 2. deildar sem stendur og á ekki lengur möguleika á því að komast upp. Í fyrra var Fjölnir lengi vel í baráttu um að komast upp en hafnaði að lokum í fjórða sæti.

Magnús Haukur var að þjálfa hjá Val áður en hann tók við Fjölni og var annar af tveimur þjálfurum KH. Hann hafði einnig þjálfað hjá Fjölni og FH áður en hann tók við sem aðalþjálfari Fjölnis.

Næsti leikur Fjölnis er gegn Augnabliki á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner