Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 06. ágúst 2024 15:54
Elvar Geir Magnússon
Tveir varnarmenn FH verða í banni gegn KR
Ari Sigurpálsson leikmaður Víkings.
Ari Sigurpálsson leikmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ fundaði í dag eins og venja er á þriðjudögum og nokkrir leikmenn í Bestu deildinni voru úrskurðaðir í bann vegna uppsafnaðra áminninga.

Þar af voru tveir leikmenn FH sem verða í banni þegar liðið heimsækir KR næsta mánudag. Það eru varnarmennirnir Jóhann Ægir Arnarsson og Ólafur Guðmundsson.

Ari Sigurpálsson sóknarleikmaður Víkings verður í banni gegn Vestra næsta sunnudag og þá er Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis kominn í bann. Hann má spila gegn Breiðabliki í kvöld en tekur bannið út gegn KA næsta sunnudag.

Í Lengjudeildinni verður Sigurður Arnar Magnússon leikmaður ÍBV í banni í toppslagnum gegn Fjölni á föstudaginn. Sigurvin Reynisson leikmaður Fjölnis tekur einnig út bann í þeim leik en þetta eru tvö efstu lið deildarinnar.

Hér má sjá úrskurð aganefndar í heild.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner