Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. september 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM um helgina - Þýskaland mætir Hollandi í kvöld
Úr leik Hollands og Þýskalands í mars.
Úr leik Hollands og Þýskalands í mars.
Mynd: EPA
Níu leikir fara fram í dag, föstudag, í undankeppni EM2020.

Í kvöld verður leikið í Riðlum C, E, G og I.

Stærsti leikur kvöldsins er klárlega leikur Þýskalands og Hollands í C-riðli þar sem stórþjóðrinar og nágrannalöndin mætast í Hamburg.

Holland vann fyrri leik liðanna í riðli þeirra í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Seinni leikurinn endaði með jafntefli en Þýskaland náði fram hefndnum í fyrri leik þjóðanna í þessum C-riðli. Sá leikur endað með 2-3 útisigri Þjóðverja í mars. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Norður-Írland er á toppi C-riðilsins (12 stig) en liðið situr hjá í þessari umferð. Holland hefur leikið tvo leiki (3 stig) í riðlinum vegna þjóðadeildarinnar og Þýskaland þrjá (9 stig).

Leiki föstudagsins, laugardagsins og sunnudagsins má sjá hér að neðan.

Föstudagur 6. september - Undankeppni EM2020
Riðill C
16:00 Eistland - Hvíta Rússland
18:45 Þýskaland - Holland

Riðill E
18:45 Wales - Azerbaijan
18:45 Slóvakía - Króatía

Riðill G
18:45 Slovenia - Pólland
18:45 Austurríki - Lettland

Riðill I
16:00 Kýpur - Kazakhstan
18:45 Skotland - Rússland
18:45 San Marino - Belgía

laugardagur 7. september
Riðill A
13:00 Kósóvó - Tékkland
16:00 England - Bulgaria

Riðill B
16:00 Litháen - Úkraína
18:45 Serbía - Portúgal

Riðill H
16:00 Ísland - Moldova
18:45 Tyrkland - Andorra
18:45 Frakkland - Albanía

sunnudagur 8. september

Riðill D
16:00 Sviss - Gibraltar
16:00 Georgia - Danmörk

Riðill F
16:00 Rúmenía - Malta
18:45 Spánn - Færeyjar
18:45 Svíþjóð - Noregur

Riðill J
13:00 Armenía - Bosnía & Hersegóvína
18:45 Finnland - Ítalía
18:45 Grikkland - Liechtenstein
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner