Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. september 2021 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar leiðréttir tístið: Átti bara að vera létt grín
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Reynir Sandgerði lagði Njarðvík að velli í 2. deildinni síðasta föstudag eftir að hafa spilað stærsta hluta leiksins manni færri. Leikið var í Njarðvík og urðu lokatölur 0-2 fyrir Reyni.

Þetta var sárt tap fyrir Njarðvík sem hefði með sigri getað blandað sér í toppbaráttuna fyrir lokaumferðirnar.

Rúnar Gissurarson, markvörður Reynis, hélt hreinu í leiknum og kom með létt skot á Bjarna Jóhannsson, þjálfara Njarðvíkur. Rúnar var aðalmarkvörður Njarðvíkur í fyrra en Bjarni var ráðinn til félagsins fyrir tímabilið í ár og tók hann markvörð með sér frá Vestra.

Rúnar var því orðinn varamarkvörður og fór til Reynis. Í tísti um helgina sagði Rúnar að Bjarni hefði sagt að hann 'mætti bara fara' fyrst hann væri kominn með nýjan markvörð.

„Tweetið mitt um helgina átti bara að vera létt grín og átti ekki alveg að fara svona langt," skrifar Rúnar.

„Mig langar að leiðrétta þetta þar sem Bjarni sagði aldrei orðrétt að ég “mætti bara fara” heldur kom hann mjög fagmannlega fram við mig og hef ég ekkert út á hann að setja enda ber ég mikla virðingu fyrir honum og við skildum við alveg sáttir."

Sjá einnig:
Hélt hreinu gegn gömlu félögunum - „Þú mátt bara fara"


Athugasemdir
banner
banner
banner