Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   fös 06. september 2024 06:00
Fótbolti.net
Hareide mætir í upphitun á Ölveri
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mætast Ísland og Svartfjallaland í Þjóðadeildinni en leikurinn hefst 18:45.

Stuðningsmenn Íslands hita að sjálfsögðu upp á Ölveri í Glæsibæ.

Þar verður U21 landsleikurinn sýndur klukkan 15 og svo mætir Åge Hareide landsliðsþjálfari á staðinn um klukkan 17.

Hann tilkynnir liðið fyrir Tólfunni og öðrum stuðningsmönnum Íslands og svo mun Tómas Þór Þórðarson ræða við hann um leikinn sem framundan er.

Eftir leik verður svo hægt að mæta á Ölver, og vonandi fagna fyrsta sigri Íslands í Þjóðadeildinni!


Athugasemdir
banner
banner