Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. október 2019 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bruce: Hef beðið eftir þessu í 20 ár
Mynd: Getty Images
„Það er alltaf sérstakt að vinna Manchester United," sagði Steve Bruce, stjóri Newcastle, eftir sigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er í fyrsta sinn í 23 tilraunum sem Steve Bruce vinnur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Bruce er fyrrum leikmaður United og því væntanlega mjög sætt fyrir hann.

„Ég hef beðið í 20 ár eða eitthvað eftir góðum úrslitum gegn Manchester United. Ég er hæstánægður fyrir hönd allra. Við þurftum að svara eftir það sem gerðist um síðustu helgi."

Newcastle tapaði 5-0 gegn Leicester um síðustu helgi, en vann svo Manchester United í dag.

„Þetta sýnir það að stjórna fótboltaliði er upp og niður. Þú getur aldrei skrifað handritið."

Hinn 19 ára gamli Matthew Longstaff skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði við hlið bróður síns, Sean Longstaff.

„Síðan í æfingaferðinni í Kína þá hef ég sagt, 'hver er þessi strákur?'. Hann sker sig frá öðrum vegna þess að hann er rauðhærður. Hann er 19 ára? Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd," sagði Bruce, en hann vonast til þess að þessi sigur muni snúa við gæfu Newcastle-manna.

Newcastle er í 16. sæti með átta stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner