Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. október 2019 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útivallarárangur United hryllingur - Ekki unnið síðan í París
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði 1-0 gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Enn einn útileikurinn sem United nær ekki að vinna.

Síðasti útileikurinn sem Manchester United vann var í París í mars síðastliðnum. Þegar liðið komst áfram í Meistaradeildinni með magnaðri endurkomu gegn Paris Saint-Germain.

Eftir sigurleikinn gegn PSG, þá tapaði United fimm útileikjum í röð. Liðið gerði svo jafntefli við Huddersfield í síðasta útileik síðustu leiktíðar.

Á þessu tímabili hefur Manchester United spilað fimm útileiki, gert þrjú jafntefli og tapað tveimur.

Í ensku úrvalsdeildinni hafa Rauðu djöflarnir ekki unnið í átta útileikjum í röð. Það hefur aldrei gerst hjá félaginu frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar, fyrr en nú.

Man Utd er í 12. sæti, aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar átta umferðir eru búnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner