fim 06. október 2022 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville kallaður hræsnari - Beckham líka harðlega gagnrýndur
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
David Beckham.
David Beckham.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Gary Neville hefur fengið mikla gagnrýni eftir að hann samþykkti starf hjá ríkismiðlinum beIN SPORTS í Katar fyrir HM í vetur.

Neville, sem er fyrrum leikmaður Manchester United, verður sérfræðingur miðilsins í kringum mótið.

Neville mun græða fúlgufjár sem sérfræðingur stöðvarinnar, en mikið af fólki hefur gagnrýnt Neville fyrir að taka að sér starfið í ljósi mannréttindabrota sem framin hafa verið í Katar í kringum mótið.

Mannréttindi og aðbúnaður farandverkamanna í Katar hafa þá verið gagnrýnd harðlega í aðdraganda HM. Fjölmargir hafa látið lífið í Katar frá því þau tíðindi bárust að mótið yrði haldið þar í landi. Það hafa verið fréttir um það að verkamenn séu að vinna lengi í miklum hita án þess að fá nægilega mikið magn af mat og vatni.

Í Katar er þá bannað að vera samkynhneigður og þar þurfa konur líka að fá leyfi hjá karlmönnum til að gera ýmislegt.

Neville ætlar samt sem áður að vinna fyrir ríkismiðil þar í landi og græða helling á því fjárhagslega. Þá hefur vinur hans og fyrrum liðsfélagi, David Beckham, skrifað undir stóran samning þess efnis að vera andlit Katar og HM.

Neville hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að taka að sér þetta starf, sérstaklega í ljósi þess að hann talaði um það hversu illa hefði verið komið fram við verkamenn í tengslum við mótið í heimildarmynd í síðustu viku. Neville hefur verið kallaður hræsnari fyrir að taka að sér þetta starf, en hann segist áfram ætla að tala um þau vandamál sem eru til staðar í kringum mótið.

Beckham hefur sömuleiðis fengið mikla gagnrýni fyrir almenningi, skiljanlega, en hann mun - eins og Neville - fá gríðarlega mikið í vasann fyrir þetta starf.








Athugasemdir
banner
banner
banner
banner