Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. nóvember 2019 22:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Veit ekki hvort Ederson verði með gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City gerði 1-1 jafntefli gegn Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld, leikið var á Ítalíu. Raheem Sterling kom City yfir snemma leiks og Gabriel Jesus hefði getað tvöfaldað forskotið úr vítaspyrnu en mistóskt það með tilþrifum.

Í hálfleik þurfti Ederson að fara af velli og því kom Claudio Bravo í markið. Atalanta jafnaði leikinn skömmu seinna. Bravo lét svo reka sig af velli með rautt spjald þegar innan við tíu mínútur voru eftir.

Hægri bakvörðurinn Kyle Walker kom inn á og hélt hreinu það sem eftir lifði leiks.

Pep Guardiola, stjóri City, var í viðtali við BT Sport. Fyrsta spurningin var almennt um leikinn: „Í þessari keppni þú veist að þú verður að nýta þín færi þegar þú færð þau. Miðað við vandamálin sem við erum að glíma við þá áttum við góðan fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við aftur á móti í basli. Síðasta korterið þurftum við að notast við nýjan markvörð."

Næsta spurning var einföld: Verður Ederson frá á móti Liverpool? „Á þessum tímapunkti veit ég það ekki. Þetta eru vöðvameiðsli og hann var tæpur, þess vegna tókum við hann af velli."

„Þegar við lendum í Manchester förum við að hugsa um næsta deildarleik."


Guardiola talaði þá um að leikurinn hafi sveiflast eftir mislukkaða vítaspyrnu Jesus. Guardiola var sáttur með stigið og sagði að nú þyrfti liðið einungis eitt stig í viðbót til að tryggja sig áfram.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner