Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. desember 2021 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville: Godfrey var að reyna þetta
Tomiyasu og Godfrey í baráttunni í kvöld.
Tomiyasu og Godfrey í baráttunni í kvöld.
Mynd: EPA
Everton vann Arsenal í ótrúlegum leik í Ensku Úrvalsdeildinni í kvöld.

Martin Ödegaard kom Arsenal yfir undir lok fyrri hálfleiks en skömmu áður hafði Richarlison skorað en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Richarlison skoraði aftur í seinni hálfleik en aftur fékk markið ekki að standa. Hann skoraði þó gilt mark í þriðju tilraun áður en Demarai Gray skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Það kom upp mjög umdeilt atvik í leiknum þar sem Ben Godfrey varnarmaður steig ofaná andlitið á Tomiyasu varnarmanni Arsenal. VAR skoðaði atvikið en Godfrey slapp án þess að fá svo gott sem gult spjald.

Gary Neville sérfræðingur á Sky Sports fullyrðir að Godfrey hafi verið að reyna að stíga á andlitið á Tomiyasu.

„Þú ert að tala við tvo snillinga í að stíga á andlit og láta það líta út eins og slys," sagði Neville en þá var hann að tala um sjálfan sig og Jamie Carragher sérfærðing á Sky og fyrrum varnarmaður Liverpool.

„Við höldum að hann hafi verið að reyna þetta. Hann áttar sig á því hvað hann hefur gert og segir bara „Æj þetta var bara slys." Sem atvinnumaður þá er það 100% að hann hafi verið að reyna þetta en ég skil af hverju VAR sagði að þetta hafi verið slys og við getum ekki sannað það. En sem atvinnumaður þá veistu það."
Athugasemdir
banner
banner
banner