Mirror, einn af þeim fjölmiðlum sem Manchester United hefur sett í bann, hefur sett saman lista með átta stjórum sem Manchester United gæti leitað til ef Erik ten Hag verður rekinn.
Eftir tap gegn Newcastle er liðið í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar, það er þegar fallið úr deildabikarnum og er líklega á útleið úr Meistaradeildinni.
Þetta er versta byrjun United síðan 1973.
Eftir tap gegn Newcastle er liðið í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar, það er þegar fallið úr deildabikarnum og er líklega á útleið úr Meistaradeildinni.
Þetta er versta byrjun United síðan 1973.
Það er leki úr klefanum og talað um óánægju leikmanna. Það eru blikur á lofti um að Erik ten Hag gæti misst starfið bráðlega. En hver tekur þá við?
Julian Nagelsmann - Rétt eins og hjá Manchester United er krísuástand hjá þýska landsliðinu. Nagelsmann er 36 ára og hefur þegar stýrt stærsta félagsliði Þýskalands, Bayern München.
Graham Potter - Sir Jim Ratcliffe er að taka við stjórn á fótboltamálum hjá Manchester United og talað er um að hann ætli að setja traust sitt á heimamenn. Verður Englendingurinn Graham Potter, fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, næstur á Old Trafford?
Roberto De Zerbi - Ítalinn hefur verið að gera frábæra hluti hjá Brighton. Enska félagið er sölufélag og mun ekki standa í vegi fyrir De Zerbi ef hann vill fara.
Athugasemdir