Villarreal 0 - 0 Maccabi Haifa
Villarreal og Maccabi Haifa gerðu markalaust jafntefli í frestuðum leik í F-riðli Evrópudeildarinnar á Ceramica-leikvanginum í VIllarreal í kvöld.
Leiknum var frestað að beiðni Maccabi vegna ástandsins í Ísrael, en ekki var talið öruggt fyrir leikmenn liðsins að fljúga til Spánar fyrir leikinn sem átti að fara fram 26. október.
Ákveðið var að spila leikinn í kvöld en fátt markvert átti sér stað í honum. Það færðist aðeins meiri spenna í leikinn síðasta hálftímann, en ekkert mark kom út úr því.
Villarreal átti urmul af skotum en ekkert sem ógnaði marki Maccabi Haifa.
Lokatölur því 0-0. Villarreal var komið áfram í næstu umferð en hefði með sigri getað farið upp fyrir Rennes í riðlinum. Maccabi er áfram á botninum með 2 stig, tveimur á eftir Panathinaikos sem er í 3. sæti. Villarreal getur enn unnið riðilinn en til þess þarf liðið að vinna Rennes í lokaumferðinni.
Athugasemdir