Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola ætlaði ekki að móðga Mourinho - „Saklausir uns sekt er sönnuð“
Jose Mourinho og Pep Guardiola
Jose Mourinho og Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga Jose Mourinho er hann benti á að hann væri með fleiri deildartitla en Portúgalinn.

Guardiola lyfti sex fingrum á loft eftir 2-0 tapið gegn Liverpool á Anfield en þar minnti hann stuðningsmenn þeirra rauðu á titlasafn hans á Englandi.

Einnig kom hann inn á í viðtali að staðreyndin væri sú að hann væri með tvöfalt fleiri titla en Mourinho tókst að vinna á Englandi.

Mourinho, sem er í dag þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi, skaut til baka á Pep þar sem hann sagðist alla vega hafa unnið sína titla sanngjarnt og ekki með 115 kærur á bakinu.

Þar vísaði hann í ákæru ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Man City. Deildin ásakar Man City um að hafa margbrotið fjárhagsreglur og ef sektin er sönnuð gæti liðið verið svipt titlum og mögulega fellt niður um deild.

Guardiola mætti á blaðamannafund í dag og svaraði hann þar Mourinho, en hann sagðist ekki hafa meint neitt illt með orðum sínum.

„Ég myndi segja við Jose Mourinho að við erum saklausir uns sekt er sönnuð. Hann bætist samt á stóran lista yfir þá sem vilja sjá okkur á botninum“ sagði Guardiola.

„Þetta er í góðu lagi. Ég hef sagt það mörgum sinnum áður, bíðið eftir úrskurðinum og sérstaklega í lýðræðisríki þá er maður saklaus uns sekt er sönnuð. Er það ekki? Við munum bíða og sjá.“

„Ef ég móðgaði hann þá biðst ég afsökunar á því, en þetta var bara brandari. Staðreyndin er samt sú að Mourinho er með þrjá úrvalsdeildartitla á meðan ég er með sex. Það er staðreynd!“ sagði Spánverjinn sem segir hann og Mourinho sitja við sama borð og Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson.

Mourinho og Guardiola eru í fámennum hópi en þeir ásamt Ferguson og Wenger eru einu stjórarnir sem hafa unnið þrjá titla eða meira síðan úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992.

„Báðir með okkar lið, hann með Chelsea og ég með Man City, getum setið við sama borð og Ferguson og Wenger. Er það ekki? Fyrir þá mörgu titla sem við höfum unnið og er ég viss um að þeir muni bráðlega óska okkur til hamingju,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner