Jose Mourinho hefur skotið fast til baka á Pep Guardiola eftir að stjóri Manchester City benti á að hann hefði unnið tvöfalt fleiri Englandsmeistaratitla en Portúgalinn.
„Ég vil vinna en ég vil vinna á heiðarlegan og sanngjarnan hátt. Ef ég get ekki unnið heiðarlega myndi ég frekar vilja tapa. Ef ég tapa vil ég geta óskað andstæðingi mínum til hamingju með að vera betri en ég. Ég vil ekki vinna með því að glíma við 150 ákærur," sagði Mourinho í dag.
Manchester City var í febrúar ákært fyrir 115 brot á fjárhagsreglum. Hvorki enska úrvalsdeildin né City hafa viljað tjá sig um framvindu mála við fjölmiðla síðan en félagið heldur fram sakleysi sínu.
„Ég vil vinna en ég vil vinna á heiðarlegan og sanngjarnan hátt. Ef ég get ekki unnið heiðarlega myndi ég frekar vilja tapa. Ef ég tapa vil ég geta óskað andstæðingi mínum til hamingju með að vera betri en ég. Ég vil ekki vinna með því að glíma við 150 ákærur," sagði Mourinho í dag.
Manchester City var í febrúar ákært fyrir 115 brot á fjárhagsreglum. Hvorki enska úrvalsdeildin né City hafa viljað tjá sig um framvindu mála við fjölmiðla síðan en félagið heldur fram sakleysi sínu.
Guardiola lyfti sex fingrum í 2-0 tapleiknum gegn Liverpool og minnti á að hann hefur unnið sex Englandsmeistaratitla hjá City. Mourinho lyfti þremur fingrum þegar hann stýrði Manchester United í tapleik gegn Tottenham í ágúst 2018 og talað er um það sem upphaf endaloka hans hjá United.
Guardiola var spurður út í þessa samlíkingu eftir leikinn gegn Liverpool. „Vonandi er þetta ekki eins í mínu tilfelli. Kannski var þetta svipað og Jose gerði, en hann vann þrjá og ég hef unnið sex," sagði Guardiola og fóru þessi ummæli greinilega í taugarnar á Mourinho, sem er núna stjóri Fenerbahce.
Athugasemdir