CIES Football Observatory vinnur mikið með tölfræðigögn úr fótboltaheiminum og fjallar um meðalaldur landsliða í vikulegum pistli sínum.
Þar kemur í ljós að meðalaldur íslenska landsliðsins er sá sjötti lægsti í Evrópu og því er ljóst að Strákarnir okkar eiga framtíðina fyrir sér.
Meðalaldur landsliðshópsins er 26,10 ára þar sem rúmlega helmingur leikmanna er 25 ára eða yngri.
San Marínó er með lægsta meðalaldur Evrópuþjóða, eða 24,31 ára, og koma Norður-Írar skammt á eftir.
Meðalaldur landsliða Eistlands og Úkraínu er rétt undir 26 ára aldri en þar á eftir koma frændur okkar frá Noregi, með nánast sléttan 26 ára meðalaldur.
Til gamans má geta að sterk landslið Ítalíu og Englands eru ekki nema 26,34 og 26,44 ára gömul að meðaltali.
Evrópumeistarar Spánar eru með 27,03 ára meðalaldur á meðan heimsmeistarar Argentínu eru með einn hæsta meðalaldur í heimi, eða 28,89 ára.
Sjáðu pistill CIES
Athugasemdir