Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. janúar 2022 20:30
Arnar Laufdal Arnarsson
15 leikmenn til að fylgjast með á AFCON
Kamaldeen er hrikalega spennandi leikmaður.
Kamaldeen er hrikalega spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Haller er funheitur.
Haller er funheitur.
Mynd: EPA
Hamed Junior Traore.
Hamed Junior Traore.
Mynd: EPA
Mohammed Kudus.
Mohammed Kudus.
Mynd: EPA
Ismaila Sarr.
Ismaila Sarr.
Mynd: Getty Images
Pape Sarr.
Pape Sarr.
Mynd: EPA
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: EPA
Karim Konate.
Karim Konate.
Mynd: EPA
Odilon Kossounou.
Odilon Kossounou.
Mynd: EPA
Youssef En-Nesyri.
Youssef En-Nesyri.
Mynd: Getty Images
Afríkukeppnin í fótbolta hefst 9. janúar er Kamerún og Búrkína Fasó mætast í opnunarleik keppninnar.

Meiri áhugi er á keppninni en síðustu ár hér á landi og verður sýnt frá keppninni á ViaPlay.

Hér kemur 15 manna listi af leikmönnum sem þú, lesandi góður ættir að fylgjast með á mótinu.

Kamaldeen Sulemana (Gana)
19 ára kantmaður sem spilar með Stade Rennais í Frakklandi, hann var keyptur síðasta sumar frá Nordsjælland í Danmörku á 15 milljónir evra og hefur spilað virkilega vel í Ligue 1. Kamaldeen hefur spilað 18 leiki, skorað 4 mörk og lagt upp tvö. Þessi leikmaður er þekktur fyrir frábæra tæknilega getu og var hann orðaður við Manchester United og Ajax í sumar.
Markmaðsverð: 20 milljónir evra

Sebastian Haller (Fílabeinsströndin)
Einn heitasti framherji Evrópu um þessar mundir sem er heldur betur að upplifa endurnýjun lífdaga hjá Ajax eftir vonbrigðardvöl hjá West Ham. Haller mun leiða sóknarlínu Fílabeinsstrandarinnar sem eru með ógnarsterkt lið. Haller hefur á þessu tímabili leikið 24 leiki í bæði hollensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu og skorað 22 mörk og lagt upp 6.
Markaðsverð: 30 milljónir evra



Samuel Chukwueze (Nígería)
22 ára kantmaður Villareal sem hefur átt ágætistímabil á Spáni eftir að hafa verið orðaður við lið eins og Man United, Chelsea og Liverpool fyrir nokkrum árum. Á þessu tímabili hefur Chuckwueze spilað 17 leiki í öllum keppnum, skorað 5 og lagt upp 1.
Markaðsverð: 20 milljónir evra

Hamed Junior Traore (Fílabeinsströndin)
21 árs framliggjandi miðjumaður sem leikur með Sassuolo á Ítalíu. Traore átti mjög gott tímabil í fyrra þar sem hann spilaði 35 leiki, skoraði 5 mörk og lagði upp 3. Hann hefur leikið 17 leiki á þessu tímabili, skorað 1 og lagt upp 2.
Markmaðsverð: 18 milljónir evra

Mohammed Kudus (Gana)
21 árs miðjumaður sem leikur með Ajax í Hollandi, eins og Sulemana þá var Kudus keyptur frá Nordsjælland á 9 milljónir evra. Kudus átti gott tímabil í fyrra þar sem hann skilaði fjórum mörkum og þremur stoðsendingum í sautján leikjum. Kudus hefur hinsvegar átt í smá erfiðleikum með meiðsli á tíma sínum hjá Ajax en er virkilega skemmtilegur leikmaður.
Markaðsverð: 15 milljónir evra

Ismalia Sarr (Senegal)
23 ára kantmaður Watford á Englandi sem var keyptur á 30 milljónir evra frá Stade Rennais í Frakklandi árið 2019. Sarr hefur verið lykilleikmaður í Watford sem og senegalska landsliðinu síðustu ár og hefur sýnt íslensku þjóðinni oft á tíðum að þetta er hörku leikmaður.
Markaðsverð: 27 milljónir evra



Ilaix Moriba (Gínea)
18 ára miðjumaður sem leikur fyrir RB Leipzig í Þýskalandi. Moriba er uppalinn hjá Barcelona og braust inn í aðallið Börsunga í fyrra þar sem hann spilaði 14 leiki, skoraði 1 og lagði upp 3. Moriba gekk til liðs við Leipzig á frjálsri sölu í sumar sem var mikið högg fyrir Börsunga. Moriba er einn efnilegasti miðjumaður heims en er með Covid-19 eins og er en vonandi sjáum við hann á AFCON.
Markaðsverð: 20 milljónir evra

Pape Sarr (Senegal)
Var nýlega valinn í úrvalslið táninga hjá Mirror líkt og Sulemana hjá Gana. Sarr var keyptur í sumar til Tottenham á 17 milljónir evra frá Metz en var lánaður þangað út tímabilið. Sarr er djúpur miðjumaður og þykir gríðarlegt efni. Hann hefur leikið 18 leiki í Ligue 1 á þessu tímabili og skilað einu marki og einni stoðsendingu.
Markaðsverð: 20 milljónir evra

Andre Onana (Kamerún)
Langt síðan heimurinn fékk að sjá þennan frábæra markmann spila en hann var settur í 12 mánaða leikbann fyrir lyfjaskandal en verður með á AFCON. Onana er leikmaður Ajax þegar þetta er skrifað en er að ganga til liðs við Inter Milan á frjálsri sölu en Onana er stórkostlegur markmaður og sýndi það hjá Ajax.
Markaðsverð: 15 milljónir evra

Abdul Fatawu (Gana)
17 ára leikmaður sem spilar fyrir Dreams FC í heimalandinu en hefur verið orðaður við Liverpool og Dortmund en samkvæmt nýjustu fréttum er hann að ganga til liðs við Sporting Lissabon. Fatawu er kantmaður sem einstaklega flinkur leikmaður og var valinn besti leikmaður Afríkumótsins 20 ára og yngri sem Gana unnu,. Hann byrjaði æfingaleik gegn Alsír nú á dögunum þannig gæti verið hann fái ágætis hlutverk á AFCON.
Markaðsverð: 500 þúsund evrur

Karim Konate (Fílabeinsströndin)
Líkt og Abdul Fatawu er Konate líka 17 ára og er búinn að brjótast inn í A-landslið Fílabeinsstrendinga. Konate spilar sem framherji og leikur fyrir ASEC Mimosas í heimalandinu og hefur skorað 6 mörk í 6 leikjum fyrir Mimosas. Virkilega efnilegur leikmaður hér á ferð
Markaðsverð: 600 þúsund evrur



Edmond Tapsoba (Búrkína Fasó)
Annar af verðmætustu leikmönnum listans. Tapsoba er hafsent Bayer Leverkusen og er aðeins 22 ára gamall en hann var keyptur frá Guimaraes í Portæugal á 18 milljónir evra í janúar 2020 og hefur hann leikið stórt hlutverk hjá Leverkusen síðan þá. Var orðaður við Arsenal í sumar.
Markaðsverð: 40 milljónir evra

Odilon Kossounou (Fílabeinsströndin)
Líkt og Tapsoba leikur Kossounou einnig stöðu hafsents og leikur einnig með Bayer Leverkusen. Hann var keyptur nú í sumar frá Club Brugge á 23 milljónir evra og hefur síðan leikið 21 leik með Leverkusen á þessu tímabili.
Markaðsverð: 23 milljónir evra

Youssef En-Nesyri (Marokkó)
Þessi leikmaður deilir því með Edmond Tapsoba að vera verðmætasti leikmaður listans en Nesyri er 24 ára framherji sem leikur með Sevilla á Spáni. Á þessu tímabili hefur hann leikið 10 leiki í öllum keppnum, skorað 3 mörk og lagt upp 2. Nesyri átti frábært tímabil í fyrra þar sem hann skoraði 18 mörk í La Liga og 6 mörk í Meistaradeild Evrópu.
Markaðsverð: 40 milljónir evra

Kwame Quee ( Sierra Leone)
Síðast en ekki síst er það Íslandsvinurinn sem allir fótboltaáhugamenn þekkja. Kwame var auðvitaðí frábæru liði Víkinga sem unnu bæði Pepsi-Max deildina og bikarinn. Kwame er fastamaður í landsliði Sierra Leone en hefur leikið 28 leiki og skorað 3 mörk.

ATH: Leikmenn geta greinst með Covid-19 eða meiðst þannig það gæti sett strik í listann.
Athugasemdir
banner
banner
banner