Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. febrúar 2020 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Perez og Burke með mörk Alaves í sigri
Lucas Perez skoraði fyrra mark Alaves.
Lucas Perez skoraði fyrra mark Alaves.
Mynd: Getty Images
Alaves 2 - 1 Eibar
1-0 Lucas Perez ('46 )
2-0 Oliver Burke ('66 )
2-1 Fabian Orellana ('83 )

Það var einn leikur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Deportivo Alaves tók á móti Eibar á heimavelli sínum, Estadio de Mendizorroza.

Staðan var markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Alaves byrjaði hins vegar seinni hálfleikinn mjög vel og skoraði Lucas Perez, fyrrum leikmaður Arsenal og West Ham, stuttu eftir að flautað var til leiks.

Skotinn Oliver Burke, sem er á láni frá West Brom, skoraði svo annað mark Alaves um miðjan síðari hálfleikinn.

Fabian Orellana náði að minnka muninn fyrir Eibar á 83. mínútu, en lengra komust gestirnir ekki.

Alaves fer með þessum sigri upp í 13. sæti deildarinnar. Eibar er sex stigum frá fallsæti í 16. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner