Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   þri 07. febrúar 2023 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel lék sinn fyrsta leik með aðalliði Midtjylland
Daníel í svörtu.
Daníel í svörtu.
Mynd: Midtjylland
Daníel Freyr Kristjánsson er unglingalandsliðsmaður (2005) sem samdi við danska félagið Midtjylland síðasta sumar þegar félagið keypti hann frá Stjörnunni.

Daníel getur leyst margar stöður á vellinum en hefur með yngri landsliðunum spilað sem vinstri kantmaður.

Hann hefur spilað vel með U19 liði Midtjylland í vetur og er stoðsendingahæsti leikmaður liðsins sem er á toppi sinnar deildar. Á dögunum kom hann í fyrsta sinn við sögu í leik hjá aðalliðinu.

Hann kom inná og spilaði síðasta korterið þegar Midtjylland vann OB í lok síðasta mánaðar. Það var fyrsti æfingaleikur Midtjylland í undirbúningnum fyrir seinni hluta tímabilsins í Danmörku.

Daníel á að baki fimmtán unglingalandsleiki og er byrjunarliðsmaður í U19 landsliðinu sem er á leið í milliriðla í næsta mánuði. Hann hefur að undanförnu æft nokkrum sinnum með aðalliði Midtjylland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner