Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. febrúar 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
„Lítilmannlegt af Klopp, hann getur ekki hegðað sér svona“
Dietmar Hamann.
Dietmar Hamann.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið duglegur að gagnrýna Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. Hamann var ekki sáttur með hegðun Klopp á fréttamannafundi eftir 3-0 tapið gegn Úlfunum.

Hamann segir að Klopp ætti að biðja íþróttafréttamanninn James Pearce hjá Tha Athletic afsökunar.

Klopp neitaði að svara spurningum frá Pearce á fundinum.

„Mér fannst þetta stórfurðulegt og lítilmannlegt af Klopp. Hann verður að gera sér grein fyrir því að James Pearce og fjölskylda hans hafa fengið ljót skilaboð eftir þetta, vegna þess að Klopp vildi ekki tala við hann," segir Hamann.

„Þetta var fullkomlega réttmæt og góð spurning. Ég tel að það minnsta sem Klopp geti gert er að biðja James afsökunar. Liverpool er félag sem byggist á virðingu og einhver verður að segja Klopp að hann geti ekki hegðað sér svona."

„Við erum að standa fyrir átökum gegn einelti og stjóri Liverpool getur ekki hegðað sér eins og hann gerði. Ég held að enginn innan félagsins þori að segja honum það. Þetta hjálpar honum ekki og ekki liðinu. Það er ekki hægt að bjóða upp á að stjórinn sýni virtum fréttamanni svona vanvirðingu."

Pearce hefur sérhæft sig í að fjalla um málefni Liverpool í fjöldamörg ár. Áður en hann var ráðinn til The Athletic starfaði hann fyrir Liverpool Echo. Pearce var á laugardag að spyrja Klopp út í það hvort léleg byrjun Liverpool í leikjum væri hugarfarslegt vandamál þegar þýski stjórinn sagði:

„Það er mjög erfitt að tala við þig, ef ég á að vera 100% hreinskilinn þá vil ég ekki gera það. Þú veist af hverju, vegna alls þess sem þú hefur skrifað. Ef einhver annar vill koma með þessa spurningu þá skal ég svara henni," sagði Klopp.

Annar fréttamaður á fundinum greip þá boltann á lofti og spurði Klopp að nákvæmlega sömu spurningu. Hann svaraði henni þá skilmerkilega.

Smelltu hér til að sjá atvikið á fréttamannafundinum.
Enski boltinn - Staðan hjá Liverpool mikið áhyggjuefni
Athugasemdir
banner
banner
banner