Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. febrúar 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ósáttur við Bamford eftir ummæli sem hann lét falla um síðustu helgi
Patrick Bamford.
Patrick Bamford.
Mynd: EPA
Chris Sutton er ekki hrifinn af framkomu sóknarmannsins Patrick Bamford í fjölmiðlum um síðustu helgi.

Leeds tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en eftir leik skaut Bamford á leikaaðferð Leeds í leiknum. Hann talaði um að hann hefði verið einangraður sem fremsti maður og það hefði verið auðvelt verkefni fyrir miðverði Forest.

Sutton, sem lék sem sóknarmaður á sínum ágæta leikmannaferli, er ekki ánægður með þessa ummæli hjá Bamford, en Jesse Marsch var rekinn úr starfi stjóra hjá Leeds í gær.

„Haltu þessu inn í búningsklefanum ef þér líður svona," sagði Sutton við BBC. „Hann er að kasta allri ábyrgð frá sér. Ég er ekki ánægður með það."

„Hann er ekki heimskur, hann veit hvernig þetta verður túlkað. Ég er búinn að missa mikið álit á honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner