Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. mars 2021 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Gott gengi Íslendingaliðsins heldur áfram
Al Arabi hefur aðeins tapað einum af síðustu 11 leikjum sínum.
Al Arabi hefur aðeins tapað einum af síðustu 11 leikjum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslendingalið Al Arabi heldur áfram að gera flotta hluti í Katar en liðið vann sigur í úrvalsdeildinni þar í landi í dag.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar tóku á móti Qatar SC í dag og þar kom fyrsta mark leiksins eftir átta mínútna leik. Markið gerði Sebastian Soria, sem er 37 ára gamall framherji frá Úrúgvæ.

Það reyndist eina mark leiksins og lokatölur 1-0 fyrir Al Arabi sem er núna í sjötta sæti deildarinnar. Al Arabi hefur aðeins tapað einum af síðustu ellefu leikjum sínum í öllum keppnum.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn í dag og fékk gult spjald á 42. mínútu. Heimir Hallgríms er sem fyrr segir þjálfari liðsins og í þjálfarateymi hans eru Bjarki Már Ólafsson og Freyr Alexandersson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner