Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. mars 2021 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Fulham alltaf að fara að valda okkur vandræðum
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var svekktur eftir 0-1 tap gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var sjötta tap Englandsmeistara Liverpool í röð á heimavelli en Fulham er í fallsæti.

„Fulham var alltaf að fara að valda okkur vandræðum. Þeir eru að standa sig vel, þeir eru gott lið. Við erum öll sammála um að þetta sé lið sem eigi að vera í ensku úrvalsdeildinni," sagði Klopp.

„Það voru augnablik þar sem við hefðum getað haft meiri áhrif á leikinn. Að fá þetta mark á okkur fyrir leikhlé var mikið áfall. Við reyndum að bregðast við og strákarnir sýndu það. Á endanum skorum við ekki mörk og það er stórt vandamál."

„Strákarnir eru enn með allt sem þeir höfðu en ná ekki að sýna það. Það væri meistaraverk að finna út úr því hvernig við getum breytt því á einni nóttu."

„Það er auðvelt að segja að þeir hafi viljað þetta meira þar sem þeir unnu leikinn. Strákarnir mínir vildu vinna þetta. Ég held að það sé ekki vandamálið."

Klopp segir að þetta sé einn erfiðasti tími sinn á ferlinum. „Þetta er ótrúlegt lið. Við náðum ótrúlega góðum árangri og núna er staðan ótrúleg líka en við munum berjast í gegnum þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner