Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 07. mars 2023 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég græt sjaldan en ég var meyr, ég viðurkenni það"
Heimir Guðjónsson með Sigurvini Ólafssyni, aðstoðarþjálfara FH.
Heimir Guðjónsson með Sigurvini Ólafssyni, aðstoðarþjálfara FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson sneri aftur í Kaplakrika eftir síðustu leiktíð og tók við þjálfun FH á nýjan leik. Heimir er goðsögn hjá félaginu, bæði sem leikmaður og þjálfari.

Ráðningin á Heimi var opinberuð með stórum fundi í Kaplakrika þar sem stuðningsmenn FH tóku gífurlega vel á móti goðsögninni.

Það var þéttsetið í húsinu þegar Heimi mætti. Hann ræddi um þetta kvöld í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag og viðurkenndi að hann hefði verið meyr yfir viðtökunu.

„Ég viðurkenni það að ég átti alls ekki von á þessu. Ég hélt að það yrðu kannski 20-30 manns þarna og myndu klappa með af því þau þyrftu að klappa," sagði Heimir í útvarpsþættinum.

„En svo kom ég þarna inn og það var fullt af fólki mætt. Það var geggjuð stemning. Ég græt sjaldan en ég var meyr, ég viðurkenni það. Þetta var geggjað."

Heimir segir að stuðningsmenn FH séu stórkostlegir þegar þeir taka sig saman, það hafi sést í fallbaráttunni síðasta sumar. „Það er mikill stuðningur á bak við liðið. Þegar menn leggjast á eitt þá gerast oft góðir hlutir."
Útvarpsþátturinn - Horft til Bosníu og Heimir Guðjóns gestur
Athugasemdir
banner
banner