Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 07. mars 2023 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Havertz skoraði í seinni tilraun
Mynd: EPA

Chelsea og Borussia Dortmund eru að eigast við í hörkuslag í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og er staðan 2-0 fyrir heimamenn þegar um tuttugu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.


Chelsea leiddi 1-0 eftir fjörugan fyrri hálfleik og fékk svo dæmda vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Danny Makkelie dómari ætlaði ekki að dæma vítaspyrnu fyrr en hann var sendur í skjáinn, en boltinn fór í hendi Marius Wolf af stuttu færi, og gat varnarmaðurinn lítið gert til að forða hendinni undan boltanum.

Kai Havertz steig á vítapunktinn og fór vítaspyrna hans í stöngina og náðu varnarmenn Dortmund svo að hreinsa. Makkelie lét þó endurtaka vítaspyrnuna eftir upplýsingar úr VAR herberginu þess efnis að nokkrir leikmenn voru mættir inn í vítateiginn áður en spyrnan fór af stað.

Leikmenn Dortmund mótmæltu en Havertz steig aftur á punktinn og í þetta skiptið brást honum ekki bogalistin. Hann tók samskonar víti en boltinn endaði í netinu í þetta skiptið.

Staðan er 2-1 fyrir Chelsea eftir tap í fyrri leiknum í Þýskalandi og því er gríðarlega spennandi lokakafli framundan. Jude Bellingham komst nálægt því að jafna fyrir Dortmund en skaut framhjá úr dauðafæri.

Sjáðu vítaspyrnudóminn umdeilda og klúður Havertz
Sjáðu markið
Sjáðu klúður Bellingham


Athugasemdir
banner
banner