Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 07. mars 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningshópur Man Utd hlustaði ekki á Klopp og Ten Hag
Mynd: Getty Images
Lítill hópur af stuðningsfólki Manchester United söng um Hillsborough slysið hræðilega er Liverpool og Manchester United áttust við á Anfield síðasta sunnudag.

Stjórar liðanna, Erik ten Hag og Jürgen Klopp, kölluðu eftir því fyrir leikinn að stuðningsfólk Liverpool og United myndu sleppa því að syngja níðsöngva um harmleikina sem áttu sér stað í München, Hillsborough og Heysel. Það er eitthvað sem hefur tíðkast, að það sé verið að syngja ljóta söngva um þessi slys.

Fótboltalið Manchester United lést í flugslysi árið 1958 og 27 árum síðar dóu 39 stuðningsmenn í leik Juventus og Liverpool í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Fjórum árum síðar létust 97 stuðningsmenn Liverpool í troðningum er það mætti Nottingham Forest í undanúrslitum enska bikarsins á Hillsborough-leikvanginum.

Í grein The Athletic segir að stuðningshópur United hafi byrjað að syngja um Hillsborough slysið í byrjun seinni hálfleiks, stuttu áður en Cody Gakpo gerði þriðja mark Liverpool.

Liverpool vann leikinn, 7-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner