Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. apríl 2021 09:43
Magnús Már Einarsson
Berjast Man Utd og Liverpool um Konate?
Powerade
Ibrahima Konate
Ibrahima Konate
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Verður Lingard áfram hjá West Ham.
Verður Lingard áfram hjá West Ham.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag og eru með fullt af kjaftasögum.



Sergio Aguero (32) framherji Manchester City vill komast ofar á lista yfir markahæstu leikmenn sögunnar í ensku úrvalsdeildinni. Aguero gæti því skipt yfir í annað félag á Englandi í sumar og Chelsea þykir koma sterklega til greina. (Evening Standard)

Aguero er tilbúinn að fórna því að spila í Meistaradeildinni til að vera áfram á Englandi. Chelsea og Tottenham hafa áhuga. (Telegraph)

Manchester United gæti barist við Liverpool um Ibrahima Konate (21) varnarmann RB Leipzig en hann kostar 34 milljónir punda. (Eurosport)

West Ham vill kaupa Jesse Lingard (28) frá Manchester United þegar lánssamningur hans rennur út í sumar. Hamrarnir óttast þó að Manchester United skelli háum verðmiða á Lingard. (Mail)

Arsenal ætlar að íhuga að selja Alexandre Lacazette í sumar. Inter, Roma, Sevilla og Atletico Madrid hafa áhuga. (90min)

Tottenham er að undirbúa tilboð í miðjumanninn Marcel Sabitzer (27) hjá RB Leipzig. (Football Insider)

Juventus, Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Hakan Calhanoglu (27) miðjumanni AC Milan en hann getur farið frítt í sumar. (Sky Sports)

Southampton ætlar að kaupa Theo Walcott (32) frá Everton þegar lánssamningur hans rennur út í sumar. (Talksport)

Everton vill fá 21,4 milljón punda fyrir varnarmanninn Yerri Mina (26). (Teamtalk)

Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, vill halda Ousmane Dembele (23) hjá félaginu en hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Metro)

Manchester City vill fá norska miðjumanninn Sander Berge (23) frá Sheffield United en hann gæti fyllt skarð Fernandinho (35) sem er á förum. (Voetbal24)

Faðir Lucas Torreira (25) hefur óskað eftir því að Arsenal leyfi leikmanninum að fara í sumar. Torreira er á láni hjá Atletico Madrid í dag. (Mirror)

Everton er að skoða Adam Armstrong (24) framherja Blackburn. (Football Insider)

Arsenal er að undirbúa tilboð í Achraf Hakimi (22) hægri bakvörð Inter. Arsenal sér hann fyrir sér sem eftirmann Hector Bellerin. (AS)
Athugasemdir
banner