Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. apríl 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Juan Cala, við trúum þér ekki"
Juan Cala
Juan Cala
Mynd: Getty Images
Leiðinlegt atvik átti sér stað er Cadiz og Valencia mættust í spænska boltanum á sunnudag.

Mouctar Diakhaby, leikmaður Valencia, ásakaði Juan Cala, leikmann Cadiz, um kynþáttafordóma. Diakhaby var mjög reiður og gekk af velli ásamt liðsfélögum sínum.

Sjá einnig:
Leikmenn Valencia fóru aftur á völlinn með hótunum

Cala harðneitar sök í málinu. „Allt sem Diakhaby segir er rangt. Ég er ásakaður um að vera eitthvað sem ég er ekki," sagði Cala á blaðamannafundi.

Valencia hefur svarað varnarmanninum með fullum hálsi. Valencia sendi frá sér yfirlýsingu í dag.

„Cala hefur sóað frábæru tækifæri til að viðurkenna misgjörðir sínar og biðjast afsökunar. Í staðinn fyrir það, þá réðst hann á Diakhaby og aðra meðlimi Valencia. Við viljum endurtaka það að við trúum okkar leikmanni og stöndum við bakið á honum," sagði í yfirlýsingu Valencia.

Cala sagði á blaðamannafundinum að hann ætli sér í mál við alla þá aðila sem höfðu komið slæmu orði á hann.

Yfirlýsing Valencia bar heitið: Juan Cala, við trúum þér ekki.
Athugasemdir
banner
banner