Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. apríl 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rebecca Welch fékk frábæra dóma - Getur náð mjög langt
Mynd: Getty Images
Rebecca Welch varð um síðustu helgi fyrsta konan til að dæma leik í deildarkeppni karla á Englandi frá upphafi til enda.

Hin 37 ára gamla Welch var með flautuna þegar Port Vale vann 2-0 sigur á Harrogate í ensku D-deildinni.

Þjálfarar beggja liða hrósuðu frammistöðu hennar. „Mér fannst hún mjög góð. Hún þurfti að taka mikilvægar ákvarðanir og hún tók réttar ákvarðanir," sagði Simon Weaver, þjálfari Harrogate; liðsins sem tapaði leiknum.

Weaver sagði jafnframt vonast til þess að fleiri konur myndu dæma leiki í deildarkeppni karla á Englandi. Það væri kominn tími til.

Dermot Gallagher, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að það séu engin takmörk fyrir því hversu langt Welch getur náð, það sé hennar ákveða hvað hún geri.
Athugasemdir
banner
banner
banner