Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 07. maí 2022 00:51
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Chelsea 
Næturtilkynning Chelsea: Samkomulag í höfn um nýja eigendur
Mynd: Getty Images

Chelsea tilkynnti nú í nótt að félagið hafi náð samkomulagi um nýtt eignarhald á félaginu.  Breska ríkið hafði fryst félagið í kjölfar stríðsárásar Rússa í Úkraínu en Roman Abramovich sem hefur átt félagið síðan í byrjun aldarinnar er talinn hafa bein tengsl við Vladimir Putin forseta Rússlands.


„Fótboltafélagið Chelsea staðfestir að samkomulag hefur náðst um kaup eignarhaldsfélags sem Todd Boehly, Clearlake Capital, Mark Walter og Hansjoerg Wyss leiða á félaginu," segir í tilkynningu Chelsea sem var send eftir miðnætti.

Í tilkynningunni kemur fram að heildarfjárfestingin sé 2,5 milljarðar punda. Fjárhæðin mun verða lögð inn á frosinn bankareikning í Bretlandi en Roman Abramovich hefur sagt að hann vilji að upphæðin renni til góðgerðarmála. Breska ríkisstjórnin mun svo þurfa að samþykkja hvert fjármagnið fer.

Í tilkyningu Chelsea segir ennfremur að kaupendurnir ætli að leggja 1,75 milljarða punda til viðbótar í félagið til að fjárfesta í því og styrkja innviði. Þar er átt við Stamford Bridge leikvang félagsins, akademíuna, kvennaliðið og fleira.

Búist er við að gengið verði frá sölunni í maí ef samþykki fæst fyrir henni.


Athugasemdir
banner
banner
banner