Lokaumferð dönsku deildarinnar fer fram í dag og verður bein útsending á Viaplay.
Þegar leikjum dagsins lýkur verður deildinni skipt upp í tvo hluta þar sem sex lið komast í þann efri og hin átta liðin spila í þeim neðri.
Eins og staðan er núna er Álaborg í sjötta sæti með 38 stig og Randers í sjöunda með 35 stig. Álaborg á erfiðan heimaleik í dag gegn Jóni Degi Þorsteinssyni og félögum í AGF á meðan Randers á enn erfiðari viðureign, gegn FCK í Kaupmannahöfn.
Þeir eru nokkrir Íslendingarnir sem gætu komið við sögu í dag. Auk Jóns Dags í AGF er Hjörtur Hermannsson í liði Bröndby og Mikael Neville Anderson í toppliði Midtjylland sem heimsækir Nordsjælland.
Þá eru tveir Íslendingar í SönderjyskE sem á heimaleik við Silkeborg. Það eru þeir Ísak Óli Ólafsson og Eggert Gunnþór Jónsson. Þá er Aron Elís Þrándarson í liði OB sem fær Esbjerg í heimsókn.
Frederik Schram er varamarkvörður Lyngby sem heimsækir Hobro og Ragnar Sigurðsson er á mála hjá Kaupmannahöfn en ólíklegt að hann fái tækifæri í dag.
Leikir dagsins:
15:00 Álaborg - AGF
15:00 Kaupmannahöfn - Randers
15:00 Hobro - Lyngby
15:00 Horsens - Bröndby
15:00 Nordsjælland - Midtjylland
15:00 OB - Esbjerg
15:00 SönderjyskE - Silkeborg
Stöðutaflan
Danmörk
Danmörk - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FCK | 17 | 9 | 6 | 2 | 32 | 19 | +13 | 33 |
2 | Midtjylland | 17 | 10 | 3 | 4 | 31 | 22 | +9 | 33 |
3 | Randers FC | 17 | 8 | 6 | 3 | 31 | 19 | +12 | 30 |
4 | AGF Aarhus | 17 | 7 | 7 | 3 | 30 | 17 | +13 | 28 |
5 | Brondby | 17 | 7 | 6 | 4 | 31 | 22 | +9 | 27 |
6 | Silkeborg | 17 | 6 | 8 | 3 | 29 | 23 | +6 | 26 |
7 | FC Nordsjaelland | 17 | 7 | 5 | 5 | 30 | 29 | +1 | 26 |
8 | Viborg | 17 | 5 | 6 | 6 | 29 | 27 | +2 | 21 |
9 | AaB Aalborg | 17 | 4 | 5 | 8 | 18 | 31 | -13 | 17 |
10 | Sonderjylland | 17 | 4 | 4 | 9 | 21 | 37 | -16 | 16 |
11 | Lyngby | 17 | 1 | 7 | 9 | 12 | 24 | -12 | 10 |
12 | Vejle | 17 | 1 | 3 | 13 | 16 | 40 | -24 | 6 |
Athugasemdir